Nýtir frítíma sinn í að skoða landið

Ariana Calderón í baráttu við Sigríði Láru Garðarsdóttur, fyrirliði ÍBV.
Ariana Calderón í baráttu við Sigríði Láru Garðarsdóttur, fyrirliði ÍBV. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ariana Calderón, miðjumaður Þórs/KA var frábær í 2:1 sigri liðsins á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu og skoraði fyrsta mark Akureyrarliðsins í leiknum. 

Morgunblaðið tekur Calderón fyrir að lokinni 3. umferð deildarinnar en hún fékk MM fyrir sína frammistöðu í leiknum og er í annað sinn í liði umferðarinnar.

„Við vorum með ákveðið leikplan fyrir leikinn gegn ÍBV og við gerðum vel í að halda okkur við það. Við lögðum hart að okkur fyrir þessi þrjú stig og við sýndum það í þessum leik að það er mikil baráttugleði í liðinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn þegar Morgunblaðið heyrði í henni. „Markmið liðsins í upphafi leiktíðar var mjög skýrt. Við höfum farið vel af stað, erum ennþá taplausar og markmiðið er að sjálfsögðu að halda þessu góða gengi áfram.“

Ariana þekkir vel til Íslandi en hún hefur spilað með ÍBV, Val og nú Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á undanförnum árum.

„Ég spilaði með ÍBV í stuttan tíma árið 2014, ég var hjá Val á síðustu leiktíð og mér leið mjög vel þar. Núna er ég hjá Þór/KA og það eru vissulega aðrar áherslur hér en hjá Val til dæmis en mér líður mjög vel á Akureyri. Íslandi er frábært land og ég nýt lífsins hérna. Veðrið hérna er ekkert sérstakt en allir á Íslandi eru mjög vingjarnlegir og það hefur gert Íslandsdvölina ennþá betri. Þegar ég er ekki á æfingum þá fer ég í ræktina, ég reyni að skoða landið og mér finnst gaman að fara í heitar laugar. Ég hef gaman af allskyns listsköpun og ég teikna og mála mikið í frítíma mínum.“

Sjá allt viðtalið við Ariönu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag en þar er birt lið 3. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert