Skrítin stemning í liðinu

Björk Björnsdóttir, markmaður HK/Víkings var besti maður vallarins í Kórnum …
Björk Björnsdóttir, markmaður HK/Víkings var besti maður vallarins í Kórnum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hausinn var ekki rétt skrúfaður á til að byrja með og mér fannst skrítinn stemning í liðinu í fyrri hálfleik,“ sagði Björk Björnsdóttir, markmaður HK/Víkings eftir 1:0 tap liðsins gegn Stjörnunni í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. 

Markmiðið fyrir leik var að vera þéttar tilbaka og sækja svo hratt á þær en það tókst ekki nægilega vel hjá okkur. Við hefðum þurft að mæta þeim af meiri hörku. Við vorum ekki að vinna neina seinni bolta og þær voru í raun bara yfir á öllum sviðum leiksins. Það sem hefur vantað hjá okkur er smá ákefð og ákveðni í sóknarleikinn. Við þurfum að skjóta meira á markið og þora að taka smá áhættur í sóknarleiknum.“

Liðið vann FH í 1. umferð Íslandsmótsins en hefur síðan þá tapað fjórum leikjum í röð gegn sterkustu liðum deildarinnar en þrátt fyrir það er Björk bjartsýn á framhaldið.

„Við erum með reynslu mikla leikmenn í bland við unga og efnilega og þetta snýst kannski meira bara um smá sjálfstraust og sjálfstraust í liðinu sjálfu. Ég er bjartsýn á framhaldið og telur okkur geta snúið þessu gengi við, við þurfum bara að vera aðeins kjarkaðri og þá kemur þetta,“ sagði markmaðurinn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert