Sagði ekki orð í hálfleik

Pétur Pétursson, þjálfari Vals var sáttur með stigin þrjú gegn …
Pétur Pétursson, þjálfari Vals var sáttur með stigin þrjú gegn ÍBV í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Ljósmynd/Valur

„Ég er alveg rosalega ánægður, bara hrikalega stoltur af stelpunum. Sýndum í seinni hálfleik hversu sterkt fótboltalið við erum með.“ Sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals efti 3:1 útisigur á ÍBV í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

ÍBV var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Valskonur áttu algjörlega þann síðari. Hvað sagðirðu við stelpurnar í hálfleik?

 „Ég sagði ekki orð, ég bara þagði,“ sagði Pétur. Pála Marie Einarsdóttir fór meidd af velli snemma leiks og lentu Valskonur í smá vandræðum eftir það. „Þetta sló okkur útaf laginu taktískt séð að Pála fór meidd af velli og við vorum lengi að koma okkur í gang. Svo í seinni hálfleik var bara eitt lið á vellinum. Pála er nefbrotinn og við þurfum bara að bíða og sjá með framhaldið.“

 Valur er í 3.sæti Pepsi-deildarinnar með 12 stig, þremur stigum minna en Breiðablik og Þór/KA.

 „Ég er ánægður með byrjunina en svekktur að fá ekkert út úr Stjörnuleiknum. Ég er hins vegar ánægður með að vera kominn með 12 stig.“ sagði Pétur að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert