Eva Lind með þrennu - Naumur sigur Blika

Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu fyrir Selfoss í kvöld.
Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu fyrir Selfoss í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Breiðablik hafði betur gegn KR öðru sinni á stuttum tíma þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum í Mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Frostaskjólinu í kvöld.

Breiðablik fagnaði 1:0 sigri og skoraði Alexandra Jóhannsdóttir sigurmarkið á 14. mínútu leiksins en á dögunum unnu Blikar 2:0 sigur gegn vesturbæjarliðinu í Pepsi-deildinni.

Selfoss vann öruggan 4:0 sigur á mót Fjölni á heimavelli. Barbára Sól Gísladóttir skoraði fyrsta markið og síðan var komið að Evu Lind Elíasdóttur sem skoraði hin þrjú mörk Selfyssinga.

Fylkir, sem leikur í Inkasso-deildinni, sló út Pepsi-deildarlið HK/Víkings með 2:0 sigri í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk Árbæjarliðsins á fyrstu 20 mínútum leiksins.

ÍR er einnig komið í átta liða úrslitin en Breiðholtsliðið gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í kvöld og vann 2:0 sigur gegn Aftureldingu/Fram á Varmárvelli. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir og Sandra Dögg Bjarnadóttir skoruðu mörk ÍR-inga.

Síðustu þrír leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram á morgun en þá mætast Keflavík og bikarmeistarar ÍBV, Valur og FH og Íslandsmeistarar Þórs/KA og Stjarnan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert