FH varð að sætta sig við jafntefli gegn botnliðinu

Hjörtur Logi Valgarðsson og Hólmar Örn Rúnarsson í baráttu um …
Hjörtur Logi Valgarðsson og Hólmar Örn Rúnarsson í baráttu um boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Valli

FH-ingar urðu að sætta sig við þriðja jafnteflið í röð og það gegn botnliði Keflavíkur þegar liðin áttust við í 7. umferð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. 2:2 varð niðurstaðan þar sem Keflvíkingar náðu í tvígang forystunni.

Atli Guðnason, nýkominn inná sem varamaður, tryggði FH-ingum jafntefli þegar hann skallaði af stuttu færi eftir gullsendingu frá öðrum varamanni, hinum unga og afar lunkna Jónatan Inga Jónssyni.

Bakvörðurinn Sindri Þór Guðmundsson kom Keflvíkingum yfir á 16. mínútu en framherjinn Geoffry Castillon jafnaði metin á 40. mínútu, hans fyrsta mark fyrir FH-inga þar með staðreynd. Fjórum mínútum síðar kom fyrirliðinn Marc McAusland suðurnesjaliðinu yfir þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

FH-ingar réðu ferðinni lengst af í síðari hálfleik og sóttu á köflum mjög stíft og á 67. mínútu skoraði Atli Guðnason jöfnunarmarkið. FH-ingar náðu ekki að fylgja markinu eftir og urðu að sætta sig við jafntefli gegn botnliðinu.

Keflvíkingar eru enn án sigurs í deildinni en þetta var þriðja jafntefli þeirra í deildinni. Keflavík er með 3 stig í neðsta sæti en FH er í 2.-3. ásamt með Val með 12 stig.

FH 2:2 Keflavík opna loka
90. mín. Atli Viðar Björnsson (FH) á skalla sem fer framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert