Ætlum okkur í úrvalsdeildina

Bjarki Steinn Bjarkason var öflugur í leiknum í kvöld.
Bjarki Steinn Bjarkason var öflugur í leiknum í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það er geggjað að vera í ÍA. Ég er að fá tækifæri til að byrja,“ sagði Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður ÍA í samtali við mbl.is eftir 3:0 sigur liðsins á ÍR í sjöttu umferð Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

"Sjálfstraustið er alltaf að aukast. Ég þarf að skora meira og í þessum leik fékk ég dauðafæri sem ég átti að nýta. Eina sem við ætlum að gera er að koma ÍA aftur upp í Pepsi-deildina að nýju. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari okkar er með frábært leikplan og það er gaman að vera hluti af þessu liði,“ sagði Bjarki Steinn að lokum en hann er að leika sitt fyrsta tímabil fyrir þá gulklæddu en hann var áður í herbúðum Aftureldingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert