Auðvitað gott að vera í toppsætinu

Sam Hewson eltir Gísla Eyjólfsson í dag.
Sam Hewson eltir Gísla Eyjólfsson í dag. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar

„Við vörðumst frekar vel og vorum svolítið heppnir að fá ekki mark á okkur fyrr, að lokum voru gæðin þeirra hins vegar meiri," sagði Sam Hewson, miðjumaður Grindavíkur, í samtali við mbl.is eftir 2:0-tap fyrir Breiðabliki í 8. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í dag. 

Grindavík var í toppsætinu fyrir leikinn, hafði það áhrif á spilamennsku liðsins? 

„Ég held ekki, við tökum einn leik í einu og við sjáum hverju það skilar okkur. Auðvitað er gott að vera í toppsætinu, en við sjáum hvað setur. Við viljum að það sé erfitt að vinna okkur."

Þrátt fyrir tapið í dag segir Hewson liðsanda Grindavíkur afar góðan. 

„Liðsheildin er mjög góð, þjálfarateymið og liðið ná vel saman. Óli Stefán lætur okkur vinna mjög vel saman og við erum allir vinir, það sést á vellinum," sagði Englendingurinn sterki að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert