Meistararnir á toppinn eftir sigur á KA

Guðjón Pétur Lýðsson fagnar frábæru marki sínu á Hlíðarenda í …
Guðjón Pétur Lýðsson fagnar frábæru marki sínu á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Eggert

Valur tók á móti KA í áttundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, 3:1. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var Kristinn Freyr Sigurðsson sem kom Valsmönnum yfir strax á 4. mínútu eftir mikinn vandræðagang í vörn gestanna. Stuttu síðar átti Bjarni Mark Antonsson skalla í slá en Aleksander Trninic jafnaði metin fyrir KA á 35. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Bjarna Mark.

Guðjón Pétur Lýðsson kom Valsmönnum svo aftur yfir á 45. mínútu með alvöru marki þegar hann lét vaða af 25 metra færi og boltinn í stöngina og inn. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik en gestirnir reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin. Það var svo Ólafur Karl Finsen sem innsiglaði sigur Valsmanna í uppbótartíma með laglegu marki og 3:1 sigur heimamanna staðreynd.

Valsmenn tylla sér því á toppinn í Pepsi-deildinn og eru með 15 stig en KA er áfram í tíunda sæti deildarinnar með 8 stig eftir fyrstu átta umferðirnar.

Valur 3:1 KA opna loka
90. mín. KA fær gult spjald Tufa að fá gult fyrir mótmæli. Menn að safna gula kortinu í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert