Víkingar úr fallsæti á kostnað Eyjamanna

Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV á Víkingsvelli í dag. Víkingurinn …
Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV á Víkingsvelli í dag. Víkingurinn Örvar Eggertsson sækir að honum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur R. lyfti sér úr fallsæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir 2:1-sigur á ÍBV í 8. umferðinni á Víkingsvelli í dag.

Víkingar byrjuðu leikinn mun betur og uppskáru mark á 23. mínútu þegar Nikolaj Hansen skoraði laglegt mark eftir undirbúning Ricks Van Voorde. Víkingur var áfram betri aðilinn í leiknum, en þegar hálftími var liðinn rankaði ÍBV aðeins við sér. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti nokkrar góðar tilraunir en tókst ekki að skora.

ÍBV hélt áfram að sækja í seinni hálfleik og á 50. mínútu jafnaði Gunnar Heiðar með laglegu skoti yfir Andreas Larsen. En Víkingar voru fljótir að svara fyrir sig. Nikolaj Hansen skoraði aftur og nú eftir hornspyrni Atla Hrafns Andrasonar. Mark Víkinga var eins og blaut tuska í andlit Eyjamanna sem sáu aldrei aftur til sólar. Víkingar voru mun líklegri til að bæta við heldur en ÍBV að jafna. Niðurstaðan sanngjarn 2:1 sigur Víkinga.

Víkingur R. 2:1 ÍBV opna loka
90. mín. Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert