Stjarnan tók Fjölnismenn í kennslustund

Þórarinn Ingi Valdimarsson sækir að Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í dag.
Þórarinn Ingi Valdimarsson sækir að Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan tók á móti Fjölni í áttundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 6:1 sigri heimamanna. Leikurinn fór rólega af stað og var mikið um misheppnaðar sendingar í upphafi leiks.

Á 27. mínútu átti Guðjón Baldvinsson frábæran sprett upp vinstri kantinn sem endaði með fyrirgjöf sem fór beint á Guðmund Stein Hafsteinsson sem stóð einn og óvaldaður í teignum og hann skallaði boltann í netið. Bergsveinn Ólafsson jafnaði metin fyrir gestina á 40. mínútu eftir sendingu hornspyrnu Valmir Berisha og staðan því 1:1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með miklum látum og Hilmar Árni Halldórsson skoraði annað mark Stjörnunnar úr vítaspyrnu sem Baldur Sigurðsson fiskað á 47. mínútu. Baldur bætti svo þriðja marki Garðbæinga við á 52. mínútu eftir mistök hjá Hlyni Erni Hlöðverssyni sem kom inn á sem varamaður fyrir Þórð Ingason í hálfleik.

Guðjón Baldvinsson skoraði fjórða mark heimamanna á 57. mínútu eftir frábært samspil og Guðmundur Steinn bætti öðru marki sínu við á 59. mínútu eftir sendingu frá Guðjóni. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði svo sjötta mark heimamanna á 61. mínútu eftir að Hlynur Örn varði skot Guðjóns Baldvinssonar sem hrökk út í teiginn og Þorsteinn var réttur maður á réttum stað.

Stjarnan fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 13 stig, tveimur stigum frá toppliði Vals en Fjölnismenn eru í níunda sæti deildarinnar með 9 stig eftir útreiðina í dag.

Stjarnan 6:1 Fjölnir opna loka
90. mín. Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan) fær gult spjald Klaufalegt brot hjá Óttari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert