„Súrt að dómararnir skyldu ekki hafa séð þetta“

Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson. Ómar Óskarsson

„Það er hægt að segja margt eftir svona leik. Þetta var upp og niður leikur. KR-ingarnir byrjuðu miklu betur en við. Þeir voru ákveðnari en við, miklu grimmari og unnu alla bolta. Þeir settu á okkur mark og hefðu getað sett eitt-tvö í viðbót. Síðan endum við hálfleikinn best og seinni hálfleikurinn er okkar eign,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir 2:2 jafntefli við KR í leik liðanna í Vesturbænum í kvöld.

Sjá frétt mbl.is: Dramatískt jafntefli í háspennuleik í Vesturbæ

„Í uppbótatíma þegar við erum að setja pressu á þá, þá eiga þeir frábæra skyndisókn og komast yfir. Þá er ekkert annað að gera en að spyrja dómarann hvað sé mikill tími eftir. Okkur var sagt af annars góðum dómara leiksins Þóroddi Hjaltalín að það væru tvær mínútur eftir og það var frábært að ná að skora.“

Lið FH lék mun betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Hvað var það sem breyttist?

„Við breyttum aðeins síðasta korterið að Lennon fór út á kant þar sem Halldór Orri hafði verið og staðið sig vel. Í hálfleik breyttum við því að í fyrri hálfleik höfðum við spilað ofsalega hægt, sérstaklega fyrsta korterið. Við spiluðum aldrei upp á framherjann okkar sem hafði nóg pláss. Í seinni hálfleik náum við að gera það betur og komast í betri stöður framar á vellinum. Í lokin var fínn kraftur í okkur og við fórum að komast inn í teiginn.

Atli Guðnason sagði að um rán hafi verið að ræða þegar ekki var dæmt vítaspyrna undir lok leiks. Hvað fannst Ólafi um þá ákvörðun dómarans?

Hendi á mann inn í teig, boltinn af löngu færi og varnarmaður gerir sig breiðann. Fyrir aftan hann stóð FH-ingur sem hefði getað gert eitthvað. Að dæma hendi gerist nú ekki auðveldara en þetta. Það erósanngjarnt að segja að dómararnir hafi rænt okkur en súrt að þeir skyldu ekki hafa séð þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert