„Refsuðu okkur með skyndisóknum“

Birkir Már Sævarsson fær sér vatnssopa í Volgograd í dag …
Birkir Már Sævarsson fær sér vatnssopa í Volgograd í dag og Heimir Hallgrímsson gefur skipanir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bakvörðurinn sprettharði, Birkir Már Sævarsson, sagðist ekki hafa fundið mjög fyrir hitanum í Volgograd í dag þegar Ísland tapaði fyrir Nígeríu 2:0 á HM. 

„Fyrri hálfleikurinn spilaðist eins og við vildum í rauninni. Við sköpuðum einhver hálffæri og höfðum stjórn á leiknum. Þegar þeir skora mark þá þurfum við að fara fram völlinn og skora mark sjálfir. Þeir eru með fljóta menn frammi og refsuðu okkur með skyndisóknum.“

Birkir sagðist ekki hafa fundið sérstaklega fyrir hitanum.

„Mér fannst ekki vera neitt rosalega heitt en hins vegar fór mikil orka í Argentínuleikinn. Kannski vorum við orðnir eitthvað þreyttir,“ sagði Birkir Már Sævarsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert