Skipulagið riðlaðist eftir markið

Kári Árnason í leiknum í dag.
Kári Árnason í leiknum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki vanir að tapa og það er alltaf súrt þegar það gerist. Við vinnum saman og töpum saman. Erum því ekki í því að leita að sökudólgum enda engin ástæða til þess,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason að loknum leiknum gegn Nígeríu á HM í Rússlandi í dag þar sem Nígería vann 2:0.

„Við vorum ekki nógu góðir í seinni hálfleik. Við vorum algerlega með þá á í fyrri hálfleik og þá áttu þeir varla skot á markið. Þá lokuðum við á allt. Í seinni hálfleik skoruðu þeir snemma. Hjá okkur var klaufalegt að fá á okkur mark eftir að við eigum innkast við þeirra vítateig því við eigum ekki að fá á okkur skyndisóknir.“

Sló þetta mark ykkur svolítið út af laginu?

„Nei nei það sló engan út af laginu en riðlar leikskipulaginu. Fleirum finnst að þeir þurfi að sækja í stöðunni 1:0 undir. En það var nóg eftir og hefðum við haldið áfram eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá hefðum við jafnað,“ sagði Kári Árnason. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert