Það fór hrollur um mann

Rúnar Páll Sigmundsson fylgist með sínum mönnum í kvöld.
Rúnar Páll Sigmundsson fylgist með sínum mönnum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Stjörnunnar, var skiljanlega létt eftir 2:1 sigur sinna manna í framlengdum leik á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins: „Mér er bara gríðarlega létt. Þetta var erfiður leikur gegn öflugu liði Þórs, þeir veittu okkur mikla keppni“, sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn lentu undir þegar 11 mínútur voru eftir af síðari hálfleik framlengingarinnar en komu til baka og tóku sigurinn.

„Það fór hrollur um mann. Það flaug ekkert gott í gegnum hausinn á mér,“ sagði Rúnar aðspurður um hvernig honum hefði liðið þegar að Þórsarar komust yfir.

„Ég er gríðarlega ánægður með mitt lið að koma til baka, ég er stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar, sem gaf sér tíma í eina spurningu enn, þar sem flugvél Stjörnumanna var við það að fara af stað en blaðamaður varð að fá að vita stöðuna á Þorra Geir Rúnarssyni sem kom inná sem varamaður í síðari hálfleik en fór af velli eftir 13 mínútur: „Hann fékk í nárann og gat ekki haldið áfram. Það var leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Rúnar sem greip töskuna og hljóp út í rútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert