Erfiðara að klúðra þessu færi en skora

Bergsveinn Ólafsson úr Fjölni.
Bergsveinn Ólafsson úr Fjölni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Við getum alveg orðað það þannig að ég hafi stangað boltann í netið en það var í raun erfiðara að klúðra þessu en skora,“  sagði Bergsveinn Ólafsson sem braut ísinn fyrir Fjölni í 2:1 sigri á Fylki í Grafarvoginum í kvöld þegar leikið var í 11. umferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni.

„Mér fannst þetta í þokkalegu jafnvægi í fyrri hálfleik, færi á báða bóga.  Við vorum ekkert góðir en heldur ekki slæmir, samt betri í seinni hálfleik en fengum þá á okkur óverðskuldað mark en liðið sýndi alvöru liðsheild með því að komast aftur inní leikinn og vinna hann.“

Fjölni hefur ekki gengið vel að undanförnu, tapað þremur síðustu leikjum sínum áður en Fylkir mætti í kvöld.  „Við höfum verið í mótlæti og þetta var alvöru viðsnúningur, gott hjá okkur öllum strákunum og frábært. Að skora tvö mörk í lokin sýnir að það er góð liðsheild í liði Fjölnis, að menn eru tilbúnir til að koma til baka eftir mótlæti og það þurftum við einmitt núna,“  bætti Bergsveinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert