Síðustu fimm mínúturnar urðu okkur að falli

Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst áttatíu og fimm mínútur góðar en síðan verða þessar síðustu fimm mínútur okkur að falli, sem er hundfúlt,“  sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir 2:1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld þegar leikið var í 11. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.

Fylkir voru grimmari í fyrri hálfleik með sínu 5-3-2 skipulagi.  „Okkur gekk vel og leikurinn var jafn og spennandi en við áttum aldrei að tapa , þegar við komumst yfir og fimm mínútur eftir áttum við bara að sigla því heim en því miður gerðum við það ekki og það varð okkur að falli.  Bæði urðum við værukærir, menn voru að fagna markinu og svoleiðis og hleypum þeim líka inní leikinn, Þetta var ekki nógu gott, fúlt að fá ekkert út úr þessu og virðist saga okkar: að spila vel en fá ekki nóg út úr leikjunum,“ bætti þjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert