Sigurbergur leggur skóna á hilluna

Sigurbergur Elísson er hættur að spila fótbolta.
Sigurbergur Elísson er hættur að spila fótbolta. Ljósmynd/Víkurfréttir

Knattspyrnumaðurinn Sigurbergur Elísson frá Keflavík hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur er aðeins 26 ára gamall, en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli. 

Sigurbergur var tiltölulega nýbúinn að jafna sig á erfiðum meiðslum er hann meiddist aftur í leik á móti ÍBV fyrr í sumar. Í samtali við Vísi í dag segir hann endurhæfinguna hafa gengið hægt og því hafi hann tekið ákvörðunina. 

Framherjinn lék allan sinn feril hjá Keflavík, en hann á 101 leik að baki fyrir Keflavík og í þeim skoraði hann 17 mörk. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2007 og var þá yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert