„Það geta allir unnið alla“

Barbára Sól Gísladóttir.
Barbára Sól Gísladóttir. Ljósmynd/Guðmundur Karl

„Þetta var nokkuð gott hjá okkur í kvöld. Það var svekkjandi að tapa þessu niður, við hefðum átt að vinna þetta,“ sagði Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, í samtali við mbl.is eftir 1:1 jafnteflið við Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Þó að Valur hafi kannski verið meira með boltann þá vorum við alveg rólegar. Við áttum fínar sóknir inn á milli og skoruðum gott mark. Við erum að spila við gott lið en við komum ákveðnar inn í leikinn og mér fannst við eiga skilið að vinna þetta. Það var leiðinlegt að missa þetta niður í lokin,“ bætti Barbára við.

Næsta verkefni Selfoss er botnbaráttuleikur á útivelli gegn KR.

„Við sýndum það hér í kvöld að það skiptir ekki máli hvar liðið er á stigatöflunni, það geta allir unnið alla í þessari deild. Það er ekkert gefið á móti KR og nú þurfum við bara að byrja að fókusera á þann leik. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur, eins og allir aðrir leikir í deildinni,“ sagði Barbára að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert