Þurftu að fá á sig mark til að vakna

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar.

„Við vöknuðum við að fá á okkur mark og fórum í gang en það þurfti eitthvað til að vekja okkur og Fylkir byrjaði af krafti, það er má ekki taka það af þeim,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar.

„Við áttum alls ekki von á auðveldum leik, gerðum jafntefli við ÍBV en svo vann Fylkir ÍBV í næsta leik á eftir svo við vissum að við værum að fara í hörkuleik.  Það var líka stórhættulegt að Fylkis-konur skyldu skora fyrsta markið því þær hefðu getað bakkað aftur og pakkað í vörnina en þær fóru aðeins framar á völlinn, sem hjálpaði okkur og það hjálpaði líka að við jöfnum leikinn þremur mínútum síðar en við bjuggumst við erfiðum leik.“   

Eftir því sem mörkum Garðbæinga fjölgaði gátu þeir leyft sér að nýta leikinn til að gera tilraunir.  „Við náðum að prófa ýmislegt í varnarlínu okkar komnar með góða forystu en gátum ekkert prófað of mikið því þetta var erfiður leikur.  Við vorum jafnvel með aðeins meiri sóknarþunga en í síðustu leikjum,“  sagði fyrirliðinn eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert