Þrenna Ásgeirs í stórsigri KA

KA-menn fagna einu markanna í dag.
KA-menn fagna einu markanna í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA-menn burstuðu Fylki 5:1 í 13. umferð Pepsi-deildar karla. Með sigrinum lyftir KA sér frá botnbaráttunni á meðan Fylkismenn eru í vondum málum í næstneðsta sæti deildarinnar. Ásgeir Sigurgeirsson gerði þrennu fyrir KA-menn.

Ásgeir Sigurgeirsson gerði fyrsta mark leiksins eftir 21 mínútu. Ragnar Bragi átti þá afleita tæklingu á miðri miðjunni sem varð að frábærri sendingu á Ásgeir sem þakkaði fyrir sig og skoraði.

Fylkismenn fengu tækifæri til að jafna leikinn þegar Ragnar Bragi vann vítaspyrnu eftir samskipti við Guðmann Þórisson. Albert Brynjar Ingason fór á punktinn en Martinez gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna.

Heimamenn náðu að tvöfalda forystu sína fyrir hálfleik. Callum Williams skoraði þá á 44. mínútu eftir hornspyrnu frá Hallgrími Mar. Staðan 2:0 í hálfleik. Þegar 61 mínúta var liðin fékk Ásgeir Eyþórsson réttilega sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Fjörið var heldur betur ekki búið. Ásgeir Sigurgeirsson bætti við tveimur mörkum og skoraði þar með þrennu. Aleksandar Trninic skoraði einnig áður en Valdimar Ingimundarson klóraði í bakkann fyrir Fylkismenn á 84. mínútu.

Eftir leikinn eru KA-menn með 18 stig í 6. sæti deildarinnar. Fylkismenn eru hins vegar enn með 11 stig í næstneðsta sætinu.

KA 5:1 Fylkir opna loka
90. mín. KA fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert