Margir frábærir ungir leikmenn hjá Breiðabliki

Agla María í baráttu í leiknum.
Agla María í baráttu í leiknum. mbl/Arnþór Birkisson

Breiðablik átti ekki í neinum vandræðum með HK/Víking er liðin mættust í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þriðjudagskvöldið. Breiðablik skoraði fjögur mörk á fyrstu 21 mínútunum og vann að lokum 6:1.

Þrátt fyrir að Berglind Björg Þorvalsdóttir hafi skorað þrennu í leiknum var það Agla María Albertsdóttir sem stóð upp úr að mati Morgunblaðsins og fékk hún 3 M fyrir frammistöðu sína í leiknum. Agla María lagði upp fjögur mörk og var nálægt því að skora. Agla María er sá leikmaður sem er til umfjöllunar hjá Morgunblaðinu að lokinni 12. umferð Íslandsmótsins.

„Við vorum mjög góðar og keyrðum á þær frá upphafi. Við ætluðum að klára leikinn strax í byrjun og það heppnaðist vel því við vorum komnar í 4:0 eftir 20 mínútur og eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Agla María um leikinn við HK/Víking í samtali við Morgunblaðið.

Sjáðu viðtalið við Öglu Maríu í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag ásamt úr­valsliði 12. um­ferðar Pepsi-deild­ar kvenna og stöðunni í M-gjöf­inni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert