Verður Freyr aðstoðarmaður Hamrén?

Freyr Alexandersson gæti verið aðstoðarmaður Hamrén.
Freyr Alexandersson gæti verið aðstoðarmaður Hamrén. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Freyr Alexandersson hefur átt í viðræðum við KSÍ um að verða næsti aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins. Erik Hamrén verður að öllum líkindum tilkynntur sem landsliðþjálfari á morgun og gæti Freyr verið honum til aðstoðar. Fótbolti.net greindi frá í dag. 

Freyr er þjálfari kvennalandsliðsins og hefur verið í þjálfarateymi karlaliðsins að undanförnu m.a. sem njósnari. Hann var í teyminu á HM í Rússlandi í sumar. Freyr tók við kvennalandsliðinu árið 2013 og fór með liðið á EM í Hollandi í fyrra. 

Fram undan eru gríðarlega mikilvægir leikir við Þýskaland og Tékkland hjá kvennalandsliðinu, þar sem sæti í lokakeppni HM er undir. Karlalandsliðið leikur svo sína fyrstu leiki í Þjóðadeildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert