Kári skaust á toppinn

Kári fór í toppsætið í kvöld.
Kári fór í toppsætið í kvöld. Ljósmynd/Facebook-síða Kára

Kári fór í kvöld í toppsæti 2. deildar karla í fótbolta eftir dramatískan 3:1-sigur á Þrótti Vogum á heimavelli. Staðan var 1:0, Þrótti í vil, fram að 79. mínútu, en Kári skoraði þrjú mörk í lokin og tryggði sér sigurinn. 

Ragnar Þór Gunnarsson kom Þrótti yfir á 58. mínútu en Alexander Már Þórláksson jafnaði á 79. mínútu. Andri Júlíusson kom Kára yfir úr vítaspyrnu í uppbótartíma og Róbert Ísak Erlingsson innsiglaði 3:1-sigur á þriðju mínútu uppbótartímans. 

Víðir vann 2:0-heimasigur á Tindastóli í Garði. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu og var sjálfsmark og Mahdi Hadraoui tryggði Víði 2:0-sigur með marki úr víti á 77. mínútu og þar við sat. 

Höttur vann svo 4:2-sigur á grönnum sínum í Huginn á Egilsstöðum. Staðan í hálfleik var markalaus en Brynjar Árnason og Javi Munoz komu Hetti í 2:0. Nenad Simic minnkaði muninn á 71. mínútu en Munoz skoraði sitt annað mark á 80. mínútu úr víti. Simic minnkaði aftur muninn á 88. mínútu en Hrafn Aron Hrafnsson átti síðasta orðið fyrir Hött. 

Staðan í deildinni: 

  1. Kári 28
  2. Vestri 27
  3. Grótta 27
  4. Völsungur 27
  5. Afturelding 26
  6. Fjarðabyggð 24
  7. Þróttur Vogum 22
  8. Víðir 16
  9. Höttur 14
  10. Leiknir F. 12
  11. Tindastóll 11
  12. Huginn 6
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert