Toppliðið tapaði stigum

Cloé Lacasse jafnaði fyrir ÍBV.
Cloé Lacasse jafnaði fyrir ÍBV. mbl.is/Árni Sæberg

Topplið Breiðabliks tapaði stigum er liðið fór í heimsókn til ÍBV í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Cloé Lacasse jafnaði fyrir ÍBV á 80. mínútu og tryggði ÍBV stig. Leikurinn var heilt yfir jafn og úrslitin því sanngjörn. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðabliki yfir með skallamarki á 32. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Breiðablik var líklegra til að bæta við mörkum síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og Lacasse refsaði með góðu skoti í fjærhornið. 

Breiðablik er enn í toppsæti deildarinnar, nú með 34 stig, tveimur stigum meira en Þór/KA. ÍBV er í fimmta sæti með 15 stig. 

ÍBV 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Tvær mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert