Valsmenn úr leik eftir mikla spennu

Íslandsmeisturum Vals tókst að leggja Sheriff frá Moldóvu að velli í seinni leik liðanna í 3. umferð Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld eins og þeir þurftu að gera. Valur sigraði 2:1 og Sheriff komst áfram á marki skoruðu á útivelli en Sheriff vann fyrri leikinn 1:0. 

Valur var  yfir 1:0 að loknum fyrri hálfleik en fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Kristins Freys Sigurðssonar. 

Sheriff komst hins vegar í afar vænlega stöðu þegar Ziguy Badibanga skoraði með hnitmiðuðu skoti rétt utan vítateigs á 68. mínútu. 

Moldóvarnir virtust hafa leikinn í hendi sér á lokamínútunum þar til Patrick Pedersen potaði boltanum í netið eftir hornspyrnu eftir 90 mínútna leik. 

Valsmenn sóttu hart að marki Sheriff í tveimur þungum sóknarlotum í uppbótartímanum. Birkir Már átti skalla í slá, bjargað var á línu eftir annan skalla frá honum í síðustu sókninni. Skömmu áður þurfti markvörður Sheriff að verja vel frá Hauki og varnarmaður komst fyrir þegar Eiður náði frákastinu.

Afskaplega súr niðurstaða fyrir Valsmenn sem voru svo nærri því að komast í 4. umferðina. 

Valur 2:1 Sheriff opna loka
90. mín. Venjulegur leiktími er liðinn. Þremur mínútum er bætt við leiktímann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert