Blikar gulltryggðu Evrópusætið

Aron Bjarnason í baráttunni við Helga Val Daníelsson í Árbænum …
Aron Bjarnason í baráttunni við Helga Val Daníelsson í Árbænum í kvöld. mbl.is/Hari

Breiðablik hélt titilvon sinni á lífi og tryggði jafnframt Evrópusæti á næsta ári með 3:0-sigri á Fylki á Floridana-vellinum í síðasta leik 20. umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni. Þá eru Fylkismenn áfram í mikilli fallbaráttu þegar tvær umferðir eru óleiknar.

Eftir grátlegt tap í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn var mættu Blikar grimmir til leiks í kvöld en sigur þeirra var aldrei í hættu. Danski framherjinn Thomas Mikkelsen kom þeim yfir á 27. mínútu af vítapunktinum og forystan var svo tvöfölduð rétt fyrir hálfleik þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir sendingu Arons Bjarnasonar úr skyndisókn.

Staðan var svo orðin 3:0-á 57. mínútu þegar Aron skoraði eftir sendingu Gísla Eyjólfssonar og þar við sat í markaskorun en Blikar urðu þó fyrir áfalli í uppbótartíma þegar Gunnleifur Vignir Gunnleifsson í markinu fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Ragnari Braga Sveinssyni sem var sloppinn einn í gegn.

Blikar hafa þar með gulltryggt Evrópusætið og sitja í 3. sæti með 38 stig. Fylkir er aftur á móti enn í bulllandi fallbaráttu, nú dottið niður fyrir Víking í 10. sætið með lakari markatölu.

Fylkir 0:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Blikar gulltryggja hér Evrópusætið og verða fimm stigum frá toppliði Vals þegar tvær umferðir eru eftir. Fylkismenn eru að detta niður í 10. sætið á markatölu og verða áfram þremur stigum fyrir ofan Fjölni. Þau mætast svo í loka umferðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert