Ísland jafnaði gegn tíu Bosníumönnum

Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið pilta gerði í dag 1:1-jafntefli gegn Bosníu í öðrum leik sínum í 2. riðli í undankeppni EM. Riðillinn er einmitt spilaður í Bosníu og er íslenska liðið nú með tvö stig eftir tvo leiki. 

Bosnía missti mann af velli með beint rautt spjald á 42. mínútu en þrátt fyrir það kom Faruk Durakovic heimamönnum yfir tveimur mínútum síðar og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. 

Staðan var 1:0, Bosníu í vil þangað til á 68. mínútu er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson jafnaði úr vítaspyrnu. Þrátt fyrir liðsmuninn náði íslenska liðið ekki að bæta við marki. 

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með tvö stig, tveimur minna en Úkraína og Bosnía. Ísland verður að vinna Gíbraltar í síðasta leik riðilsins á þriðjudaginn kemur til að eiga möguleika á að fara áfram í milliriðil. 

Byrjunarlið Íslands í dag:

Ólafur Kristófer Helgason 

Baldur Hannes Stefánsson 

Róbert Orri Þorkelsson

Oliver Stefánsson

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Valgeir Valgeirsson

Davíð Snær Jóhannsson

Baldur Logi Guðlaugsson

Mikael Egill Ellertsson

Andri Fannar Baldursson

Orri Hrafn Kjartansson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert