Sigurbergur tekur fram knattspyrnuskóna

Sigurbergur Elísson hefur tekið fram skóna á nýjan leik.
Sigurbergur Elísson hefur tekið fram skóna á nýjan leik. Ljósmynd/Víkurfréttir

Knattspyrnumaðurinn Sigurbergur Elísson er genginn til liðs við 3. deildarlið Reynis Sandgerði en frá þessu greindi Sigurbergur á Twitter-síðu sinni í gær. Sigurbergur tilkynnti það í sumar að hann væri hættur knattspyrnuiðkun vegna langvarandi meiðsla en hann var þá samningsbundinn Keflavík sem féll úr úrvalsdeildinni í sumar.

Sigurbergur er uppalinn hjá Keflavík og hefur hann skorað 17 mörk í 100 leikjum fyrir félagið. Sigurbergur kom við sögu í sjö leikjum með Keflavík á síðustu leiktíð og þá spilaði hann átta leiki með liðinu í 1. deildinni, sumarið 2017, þar sem hann skoraði eitt mark.

Reynir Sandgerði fór örugglega upp úr 4. deildinni í sumar og tapaði ekki leik og mun því leika í 3. deildinni á næstu leiktíð. Haraldur Guðmundsson, fyrrverandi fyrirliði Keflavíkur, er þjálfari Reynis en hann og Sigurbergur léku saman hjá Keflavík á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert