Fyrirliðinn áfram með Þórsurum

Sveinn Elías Jónsson í baráttu við Skagamanninn Þórð Þorstein Þórðarson.
Sveinn Elías Jónsson í baráttu við Skagamanninn Þórð Þorstein Þórðarson. mbl.is/,Valgarður Gíslason

Sóknarmaðurinn Sveinn Elías Jónsson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild Þórs á Akureyri. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sveinn Elías er fyrirliði Þórs en hann gekk í raðir Akureyrarliðsins árið 2008 en hafði fram að því spilað með Leiftri/Dalvík og KA. Hann hefur spilað 203 leiki með Þórsurunum og skorað í þeim 43 mörk.

Sveinn Elías Jónsson handsalar samninginn við Þórsara.
Sveinn Elías Jónsson handsalar samninginn við Þórsara. Ljósmynd/Þór Akureyri

Sveinn Elías skoraði 2 mörk í 18 leikjum með Þórsurum í Inkasso-deildinni í sumar en Þór hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á eftir ÍA og HK. Gregg Ryder er tekinn við þjálfun Þórsliðsins en Lárus Orri Sigurðsson ákvað að stíga til hliðar eftir tímabilið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert