Tap fyrir Mexíkó í Kína

Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Sverrisson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri mátti sætta sig við tap fyrir Mexíkó á alþjóðlegu móti sem haldið er í Kína.

Mexíkóar sigruðu 2:0 en leikurinn fór fram í Chongqing í morgun en þá var klukkan 15 að staðartíma. Um var að ræða fyrsta leik Íslands í mótinu og á liðið eftir að mæta Kína á laugardaginn og Tælandi á mánudaginn. 

Fyrirkomulagið er frjálslegra en í mótsleikjum og notaði landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson átta innáskiptingar í leiknum. 

Byrjunarlið Íslands

Daði Freyr Arnarsson

Alfons Sampsted

Sigurður Arnar Magnússon

Axel Óskar Andrésson

Felix Örn Friðriksson

Júlíus Magnússon (F)

Alex Þór Hauksson

Willum Þór Willumsson

Kristófer Ingi Kristinsson

Mikael Neville Anderson

Sveinn Aron Guðjohnsen

Inná sem varamenn komu Stefán Teitur Þórðarson, Daníel Hafsteinsson, Ægir Jarl Jónasson, Guðmundur Andri Tryggvason, Hörður Ingi Gunnarsson, Aron Már Brynjarsson, Jónatan Ingi Jónsson og Birkir Valur Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert