Rúmir 10 mánuðir liðnir frá síðasta sigurleik

Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Eden Hazard.
Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Eden Hazard. AFP

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld sinn síðasta leik á árinu þegar það mætir Katar í vináttuleik sem fram fer í Eupen í Belgíu.

Ísland hefur spilað 12 leiki í röð án sigurs en rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá því það vann síðast leik. Þá hafði Ísland betur á móti Indónesíu 4:1 í vináttuleik sem fram fór í Indónesíu 14. janúar.

Ísland og Katar hafa einu sinn mæst í A-landsleik en þjóðirnar gerðu 1:1 jafntefli í vináttuleik í nóvember í fyrra þar sem Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands.

Þann 2. desember verður dregið í riðla í undankeppni Evrópumótsins sem hefst í mars á næsta ári. Ísland verður þar í 2. styrkleikaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert