Stór stund fyrir Kolbein

Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki sínu gegn Frökkum á EM 2016. …
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki sínu gegn Frökkum á EM 2016. Það var síðasta landsliðsmark hans þar til í kvöld. AFP

Kolbeinn Sigþórsson var nú rétt í þessu að skora sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í tvö og hálft ár þegar hann kom Íslandi í 2:1 í vináttuleik gegn Katar. Um leið er þetta fyrsti leikur hans í byrjunarliði í tvö og hálft ár.

Kolbeinn hefur verið þjakaður af meiðslum síðan á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Síðan þá hefur hann ekki verið í byrjunarliði hjá landsliði eða félagsliði. Síðasta landsliðsmark hans kom einmitt á EM, í síðasta byrjunarliðsleiknum, sem var 5:2 tap fyrir Frökkum í átta liða úrslitum mótsins.

Kolbeinn skoraði mark sitt í kvöld úr vítaspyrnu sem hann vann sjálfur. Um er að ræða hans 23. landsliðsmark í 48. leiknum og er hann þremur mörkum á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem á markametið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert