Íslandsmeistari í aðgerð

Sigurður Egill Lárusson með Íslandsmeistarabikarinn.
Sigurður Egill Lárusson með Íslandsmeistarabikarinn. mbl.is/Eggert

Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, gekkst í dag undir aðgerð vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann síðustu mánuði.

Þetta kemur fram á vef DV í dag. Þar segir að búist sé við því að Sigurður Egill komist aftur á fulla ferð eftir tæpa tvo mánuði.

Sigurður Egill, sem verður 27 ára í janúar, lék 18 leiki í Pepsi-deildinni með Val í sumar og skoraði 3 mörk. Hann skoraði 8 mörk í 22 leikjum þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrra. Kantmaðurinn hefur verið hjá Val frá árinu 2013 en var áður hjá grannliðinu Víkingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert