Ótrúlegar lokamínútur hjá KR og Fylki

Pablo Punyed jafnaði fyrir KR í uppbótartíma.
Pablo Punyed jafnaði fyrir KR í uppbótartíma. mbl.is/Árni Sæberg

KR og Fylkir mættust í 2. umferð Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í kvöld og skiptu liðin með sér stigunum í 2:2-jafntefli í Egilshöll. Staðan í hálfleik var markalaus en leikurinn lifnaði við í síðari hálfleik. 

Hákon Ingi Jónsson kom Fylki yfir á 66. mínútu og var staðan 1:0 fram að 89. mínútu er Tobias Thomsen jafnaði fyrir KR úr vítaspyrnu. Mínútu síðar kom Helgi Valur Daníelsson Fylki yfir og bjuggust flestir við að Fylkismenn væru að fá þrjú stig. 

Í uppbótartíma jafnaði Pablo Punyed hins vegar metin fyrir KR og þar við sat. Bæði lið eru með fjögur stig í B-riðli eftir tvær umferðir. 

Fram og Þróttur mættust í sama riðli, einnig í Egilshöll, í kvöld. Helgi Guðjónsson var hetja Framara því hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á 88. mínútur úr vítaspyrnu. Fram er í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig en Þróttur er án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert