FH vann Víking í mögnuðum leik

Jákup Thomsen skoraði sigurmarkið.
Jákup Thomsen skoraði sigurmarkið. Ljósmynd/Valgarður Gíslason

FH hafði betur gegn Víkingi R, 3:2, er liðin mættust í 1. umferð í 4. riðli Lengjubikars karla í fótbolta í Egilshöll í kvöld. 

FH-ingar komust yfir á 18. mínútu er Brandur Olsen skoraði glæsilegt mark utan teigs. Rétt á undan varði Þórður Ingason vítaspyrnu Halldórs Orra Björnssonar. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. 

Hollendingurinn Rick Ten Voorde jafnaði leikinn á 63 mínútu er hann setti boltann inn af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom Halldór Smári Sigurðsson Víkingi yfir. Staðan var 2:1, Víkingi í vil, þar til korter lifði leiks. 

Jónatan Ingi Jónsson jafnaði í 2:2 á 76. mínútu og á 83. mínútu skoraði Jákup Thomsen sigurmarkið er hann slapp einn í gegn og kláraði af öryggi. 

Á Framvellinum hafði Afturelding betur á móti Fram, 3:1 í 3. riðli. Markaskorarar leiksins lágu ekki fyrir er fréttin var skrifuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert