Byrjunarliðið gegn Andorra

Arnór Sigurðsson er í byrjunarliði Íslands í kvöld.
Arnór Sigurðsson er í byrjunarliði Íslands í kvöld. mbl.is/Hari

Erik Hamrén hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Andorra en leikur liðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu hefst klukkan 19.45 í Andorra la Vella.

Arnór Sigurðsson, sem er aðeins 19 ára gamall, er í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í undankeppni stórmóts en hann lék fyrstu tvo landsleiki sína gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA og gegn Katar í nóvember.

Sex breytingar eru á liðinu frá síðasta mótsleik, 2:0 tapinu gegn Belgum í nóvember. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson komu í staðinn fyrir Albert Guðmundsson, Arnór  Ingva Traustason, Guðlaug Victor Pálsson, Jón Guðna Fjóluson, Hörð Björgvin Magnússon og Sverri Inga Ingason.

Liðið er þannig skipað og er stillt upp í 4-4-2:

Markvörður:
Hannes Þór Halldórsson

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason

Miðjumenn:
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Arnór Sigurðsson

Sóknarmenn:
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert