KSÍ skoðar mál Björgvins

Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson. mbl.is/Árni Sæberg

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ safnar nú gögnum í máli Björgvins Stefánssonar, framherja KR-inga, sem lét út úr sér miður fal­leg um­mæli í vefút­send­ingu frá leik Hauka og Þrótt­ar R. í 1. deild karla í fót­bolta í gærkvöld. Þetta kemur fram á netmiðlunum 433.is.

„Eins og staðan er núna erum við að safna gögnum, knattspyrnan fordæmir alla mismunun,“ segir Klara í viðtali við 433.is.

Björg­vin, sem er fyrr­ver­andi leikmaður Hauka, var ann­ar tveggja sem lýstu leikn­um á youtube-r­ás Hauka. Um miðbik fyrri hálfleiks, þegar upp úr sauð á milli leik­manna sem endaði með því að Arn­ar Aðal­geirs­son úr Hauk­um og Archange Nkumu úr Þrótti fengu gult spjald, sagði hann eft­ir­far­andi:

 „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villi­mann­seðlið hjá svarta mann­in­um,“ en Nkumu, sem lék í fjög­ur ár með KA áður en hann kom til Þrótt­ar í vet­ur, er dökk­ur á hör­und.

„Ég gerðist sek­ur um hrap­al­legt dómgreind­ar­leysi og biðst inni­legr­ar af­sök­un­ar á þess­um heimsku­legu um­mæl­um mín­um,“ sagði Björgvin í Twitter-færslu eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert