Hver er með uppþvottaburstann?

Tyrkir fögnuðu ekki við komuna til Íslands fyrr í kvöld.
Tyrkir fögnuðu ekki við komuna til Íslands fyrr í kvöld. AFP

Aðdáendur tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu voru æfir eftir að maður otaði uppþvottabursta að Emre Belözoglu, við komuna í Leifsstöð í kvöld. Emre ræddi þar við tyrkneska fjölmiðla þar sem hann kvartaði yfir töfum við komuna til Íslands.

Eins og kom fram fyrr í kvöld voru tyrknesku leikmennirnir afar óhressir með að þeir þurftu að fara í gegn­um sér­stakt ör­yggis­tékk og vega­bréfa­skoðun, sem mun hafa tekið tals­verðan tíma.

Þegar tyrkneskir fjölmiðlamenn ræða við Emre í Leifsstöð sést maður ota uppþvottabursta í átt að honum, eins og um hljóðnema væri að ræða. Ekki er vitað hver heldur á uppþvottaburstanum.

Tyrkjum þótti atvikið síður en svo fyndið og herja þeir á Twitter-síður íslenskra fótboltaáhugamanna. 

Margir þeirra láta í ljós skoðanir sínar undir myllumerkinu #TurksAreComingForIceland þar sem má sjá mörg miður falleg skilaboð. 

Þá var þessi mynd af manninum með uppþvottaburstann send starfsmanni mbl.is:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert