Svipað þegar við lentum í Konya

Aron Einar Gunnarsson á fundinum í dag.
Aron Einar Gunnarsson á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði karliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Erik Hamrén, landsliðsþjálfara á Laugardalsvelli í dag fyrir leikinn við Tyrkland í undankeppni EM á morgun. 

Tyrkir voru allt annað en sáttir við móttökurnar sem biðu þeim í Keflavík þegar þeir lentu í gærkvöldi. Þeir þurftu að bíða lengi við öryggishlið. Aron Einar Gunnarsson rifjaði upp á fundinum að íslenska liðið þurfti að gera slíkt hið sama þegar það lenti í Konya í Tyrklandi í undankeppni EM 2016. 

Ég man þegar við lentum í Konya, það var svipað. Við vorum lengi í gegnum öryggishliðið. Ég veit hins vegar lítið um þetta burstamál og ég hef voða lítið um það að segja," sagði Aron þegar hann var spurður út í atvik á flugvellinum í Keflavík í gær, en uppþvottabursta var beint að Emre Belözoglu, fyrirliða Tyrkja, þegar hann gekk á flugvellinum. 

Landsliðsþjálfarinn vildi ekkert tjá sig um atvikið. „Ég einbeiti mér að fótboltanum og ég vil ekki tjá mig um þetta. Þú verður að spyrja einhvern annan," sagði Erik Hamrén. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert