KSÍ sendir Tyrkjum góðar kveðjur

Gylfi Þór Sigurðsson umkringdur Tyrkjum í leiknum á Laugardalsvellinum í …
Gylfi Þór Sigurðsson umkringdur Tyrkjum í leiknum á Laugardalsvellinum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Ísland sendir tyrkneska landsliðinu góðar kveðjur á Facebook-síðu sinni eftir viðureign Íslendinga og Tyrkja í undankeppni EM í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gærkvöld þar sem Ísland hafði betur 2:1.

Talsvert gekk á í aðdraganda leiksins og voru Tyrkir ósáttir við þá meðferð sem þeir fengu í Leifsstöð við komuna til landsins.

„Knattspyrnusamband Ísland vill þakka tyrkneska landsliðinu og fulltrúum þess fyrir góðan leik í Reykjavík í kvöld. Ísland og Tyrkland hafa spilað marga góða leiki í gegnum árin og Knattspyrnusamband Íslands ber mikla virðingu fyrir tyrkneska landsliðinu,“ segir meðal annars í færslu KSÍ á facebook en hana má sjá alla hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert