KA upp fyrir Stjörnuna og FH

Hallgrímur Jónasson úr KA og Elias Tamburini, Grindavík, eigast við …
Hallgrímur Jónasson úr KA og Elias Tamburini, Grindavík, eigast við í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA sigraði Grindavík 2:1 í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í leik sem var að ljúka nú rétt í þessu. Elfar Árni Aðalsteinson gerði sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik.

Í upphafi fyrri hálfleiks var jafnræði með liðunum. Patrick N'Koyi skoraði fyrir Grindavík snemma leiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. KA-menn sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á en Grindvíkingar voru hættulegir í skyndisóknum. Það virtist ætla að stefna í markalausan fyrri hálfleik þar til á 45. mínútu.

Þá fékk Hrannar Björn boltann á miðjum sóknarhelmingi KA. Fékk pláss og átti glæsilegt skot sem fór beint upp í samskeytin. Óverjandi fyrir Djogatovic í marki Grindavíkur. Staðan 1:0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af honum náðu Grindvíkingar að jafna metin. Alexander Þórarinsson gerði það með skoti af markteig eftir misheppnað skot frá Gunnari Þorsteinssyni.

KA-menn voru öflugir strax eftir jöfnunarmark gestanna og voru nálægt því að komast yfir aftur strax í næstu sókn en Grindvíkingar björguðu af línunni. Það var á 70. mínútu sem heimamenn komust aftur yfir. Elfar Árni Aðalsteinson var þar á ferðinni eftir sendingu frá Hallgrími Mar.

Eftir leikinn eru KA-menn í 5. sæti deildarinnar með 12 stig en Grindvíkingar í því áttunda með 10 stig.

KA 2:1 Grindavík opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert