Mikið undir á Meistaravöllum í kvöld

Einar Karl Ingvarsson og Óskar Örn Hauksson berjast um boltann …
Einar Karl Ingvarsson og Óskar Örn Hauksson berjast um boltann í leik liðanna á síðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Það er sannkallaður stórleikur á Meistaravöllum í Frostaskjóli í kvöld þegar Reykjavíkurrisarnir KR og Valur leiða saman hesta sína í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu.

Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna á leiktíðinni. KR-ingar hafa aðeins tapað einum af átta leikjum sínum í deildinni og eru í öðru sæti deildarinnar en vesturbæjarliðið gerði góða ferð upp á Akranes um síðustu helgi og vann þar sanngjarnan 3:1 sigur á móti heimamönnum.

Valsmenn, Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, hafa hins vegar verið í miklu basli í sumar. Þeir hafa tapað fimm af átta leikjum sínum í deildinni og eru í níunda sæti með 7 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Meistararnir sýndu hins vegar góða frammistöðu á laugardaginn þar sem þeir pökkuðu Eyjamönnum saman 5:1.

Þetta verður 117. viðureign Vals og KR í efstu deild. Valur hefur unnið 43 af þessum leikjum, KR 40 og 33 sinnum hefur jafntefli orðið niðurstaðan. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert