Selfoss á toppinn eftir sigur gegn Tindastóli

Hrvoje Tokic var á skotskínum fyrir Selfyssinga í 2. deildinni …
Hrvoje Tokic var á skotskínum fyrir Selfyssinga í 2. deildinni í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Selfoss tyllti sér á toppinn í 2. deild karla í knattspyrnu eftir 4:2-sigur gegn Tindastóli í 8. umferð deildarinnar á Jáverk-vellinum á Selfossi í kvöld.

Þór Lorens Þórðarson og Hrvoje Tokic skoruðu mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik og staðan 2:0 í hálfleik.

Alvaro Igualada minnkaði muninn fyrir Tindastól í upphafi síðari hálfleiks en Kenan Turudija og Jökull Hermannsson skorðu tvívegis fyrir Selfoss um miðjan síðari hálfleik áður en Benjamín Jóhannes Gunnlaugsson minnkaði muninn fyrir Tindastól með marki í uppbótartíma.

Selfoss fer með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar í 16 stig og hefur nú eins stigs forskot á Leikni frá Fáskrúðsfirði sem er í öðru sætinu með 15 stig en Leiknir á leik til góða á Selfyssinga.

Þá burstaði Kári lið KFG í Akraneshöllinni, 5:0, þar sem þeir Hlynur Sævar Jónsson, Guðfinnur Þór Leósson, Stefán Ómar Magnússon, Andri Júlíusson og Róbert Ísak Erlingsson skorðu mörk Kára í leiknum. Kári er áfram í ellefta sæti deildarinnar með 8 stig en KFG er komið í tíunda sætið í 9 stig en KFG byrjaði mótið mjög vel en hefur nú tapað þremur leikjum í röð.

ÍR er komið í sjötta sæti deildarinnar eftir 2:0-útisigur gegn Þrótti Vogum en bæði mörk Breiðhyltinga komu í fyrri hálfleik. Þróttur Vogum er í níunda sæti deildarinnar með 9 stig, líkt og KFG og Fjarðabyggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert