Skiptu með sér stigunum í fallbaráttunni

Ída Marín Hermannsdóttir með boltann í leiknum gegn Selfossi í …
Ída Marín Hermannsdóttir með boltann í leiknum gegn Selfossi í kvöld. mbl.is/Hari

Fylkir og Selfoss skildu jöfn, 1:1, er liðin mættust í 7. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í Árbænum í kvöld. Selfoss var betra liðið í fyrri hálfleik en Fylkir var sprækari í seinni hálfleik og voru úrslitin sanngjörn. 

Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og Hólmfríður Magnúsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir voru hættulegar. Þær komu sér í góða stöðu til skiptis og það var viðeigandi að Hólmfríður skoraði fyrsta markið. 

Hún kláraði þá með hnitmiðuðu skoti utan teigs eftir sendingu Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Selfoss var áfram sterkari aðilinn næstu mínútur, en Fylkiskonur reyndu að svara með skyndisóknum. Það var einmitt eftir eina slíka sem Fylkir jafnaði metin. 

Þórdís Elva Ágústsdóttir átti þá flotta sendingu fram völlinn á Ídu Marín Hermannsdóttur, sem missti boltann í teignum og hljóp á Kelsey Wys í marki Selfoss. Þórður Már Gylfason dæmdi vítaspyrnu, sem var kolrangur dómur. Ídu var sama því húns skoraði af öryggi úr vítinu og sá til þess að staðan í hálfleik var 1:1. 

Fylkiskonur spiluðu betur í seinni hálfleik og fengu nokkur færi til þess að komast yfir. Wys var hins vegar sterk í markinu. Nokkuð dró af Selfossliðinu í hálfleiknum og lítið reyndi á Cecilíu í marki Fylkis. Liðin eru nú í 6. og 5. sæti, bæði með sjö stig, þremur stigum meira en KR sem er í fallsæti. 

Fylkir 1:1 Selfoss opna loka
90. mín. Magdalena Anna Reimus (Selfoss) á skot sem er varið Hættuleg aukaspyrna af um 25 metrum. Cecelía gerir vel í að slá boltann yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert