Spænskur markmaður í Aftureldingu

Afturelding er í fallsæti í Inkasso-deildinni.
Afturelding er í fallsæti í Inkasso-deildinni. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur samið við spænska markmanninn Jon Tena. Samningurinn gildir til loka yfirstandandi tímabils. Tena er 26 ára og lék síðast með Amorebieta í D-deildinni á Spáni.

Andri Þór Grétarsson, sem varið hefur mark Aftureldingar í átta leikjum í sumar, var aðalmarkvörður liðsins í fyrra og er í láni hjá félaginu frá HK, fór meiddur af velli í 2:3-tapinu gegn Leikni R. í síðustu umferð og er Tena ætlað að fylla í hans skarð. 

Afturelding er í ellefta og næstneðsta sæti Inkasso-deildarinnar með tíu stig eftir tólf leiki, jafnmörg stig og Njarðvík sem er í síðasta örugga sætinu, og Magni sem er í neðsta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert