Molde áfram eftir jafntefli í vesturbænum

Molde er komið áfram í aðra umferð Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli í leik KR og Molde í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í vesturbænum. Molde vann fyrri leikinn örugglega í Noregi í síðustu viku.

Fyrri hálfleik spilaðist líkt og hægt var að búast við eftir 7:1-sigur Molde í fyrri leiknum. Leikmenn virtust passa sig að meiðast ekki og var því frekar eins og áhorfendur væru á opinni æfingu.

Frederik Aursnes fékk besta færi hálfleiksins þegar hann komst einn gegn markverði í á 20. mínútu. Aursnes var í þröngu færi og Beitir Ólafsson í marki KR var fljótur út úr markinu og varði vel.

Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri. Gestirnir voru meira með boltann en ógnuðu marki KR lítið. Björgvin Stefánsson komst líklega næst því að skora. Fyrst þegar hann skaut boltanum í stöngina á 62. mínútu. Síðan komst hann einn gegn markverði þremur mínútum fyrir leikslok en markvörður Molde var vel á verði.

 Niðurstaðan 0:0-jafntefli og Molde kemst áfram í næstu umferð Evrópudeildarinnar.

KR 0:0 Molde opna loka
90. mín. Eirik Hestad (Molde) fær gult spjald Brýtur á Kennie Chopart.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert