Einn Spánverji inn fyrir annan

Afturelding er í hörðum fallslag.
Afturelding er í hörðum fallslag. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur samið við spænska miðjumanninn Josep Díez. Hann kemur til félagsins frá Vilafranca í spænsku D-deildinni.

Díez kemur í staðinn fyrir landa sinn Esteve Monterde sem hefur samið við félag á Spáni. Monterde spilaði sjö leiki með Aftureldingu á leiktíðinni en tókst ekki að skora. 

Afturelding er í ellefta sæti Inkasso-deildarinnar með tíu stig eftir tólf leiki. Magni í neðsta sæti er einnig með tíu stig, sem og Njarðvík sem er í síðasta örugga sæti deildarinnar sem stendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert