Markvissar aðgerðir KSÍ hafa litlu skilað

Bríet Bragadóttir er eina konan í hópi milliríkjadómara hér á …
Bríet Bragadóttir er eina konan í hópi milliríkjadómara hér á landi. KSÍ hefur lengi reynt að greiða götu kvenna í dómgæslu. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill vilji er til þess innan Knattspyrnusambands Íslands að fjölga konum í dómgæslu hér á landi. Ekki einungis til þess að dæma hjá konum, enda hafa kvendómarar sannarlega sannað sig í karlaboltanum, heldur til þess að jafna kynjahlutfallið í hópi dómara og fá fleiri til starfa.

Markvissar aðgerðir sambandsins til þess að fá fleiri konur í greinina hafa hins vegar skilað litlum árangri.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur reynt að hvetja landssambönd sín til þess að fjölga konum í dómgæslu og vill hafa þá ásýnd að konur dæmi hjá konum í efstu deildum Evrópu. Það er ekkert sem stefnir í að slíkt verði hægt hér á landi á næstu árum. Það sé ekkert því til fyrirstöðu að áhugasamar konur geti náð langt í dómgæslu, stígi þær fram.

Morgunblaðið ræddi þessi mál, og dómgæslu hér á landi almennt, við þá Guðna Bergsson, formann KSÍ, og Magnús Má Jónsson, dómarastjóra KSÍ, í vikunni. Þau samtöl er að finna á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert