Fylkir þokast frá fallsvæðinu

Fylkismenn fagna fyrsta marki leiksins.
Fylkismenn fagna fyrsta marki leiksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir hafði betur 2:1 gegn Grindavík í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í Árbænum í kvöld. Fylkir er í áttunda sæti með 22 stig en Grindavík í ellefta sæti með 17 stig.

Fylkismenn voru miklu beittari á upphafskafla leiksins og skoruðu tvívegis á fyrsta korterinu. Ragnar Bragi Sveinsson náði í vítaspyrnu eftir ágæt tilþrif strax á 4. mínútu og úr henni skoraði Geoffrey Castillion. 

Á 15. mínútu skoraði Hákon Ingi Jónsson úr markteignum eftir góða fyrirgjöf Daða frá vinstri. 

Daði lagði einnig upp fyrir Castillion á 11. mínútu með stungusendingu en Castillion skaut í slána. 

Grindvíkingar náðu smám saman að stoppa aðeins betur í götin en sjaldgæft er að þeir gefi færi á sér eins og gerðist fyrsta korterið. 

Í síðari hálfleik var leikurinn mjög daufur. Grindvíkingar voru mun meira með boltann eftir því sem á leið og þá bökkuðu Fylkismenn og gáfu eftir. 

Mark Grindavíkur kom hins vegar ekki fyrr en á lokamínútu uppbótartímans og náði þar af leiðandi ekki að hleypa spennu í leikinn. Varamaðurinn Sigurjón Rúnarsson skallaði í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Diego Diz frá hægri. 

Fylkir 2:1 Grindavík opna loka
90. mín. Sam Hewson (Fylkir) á skot framhjá Úr aukaspyrnu af löngu færi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert