Fljúgandi start hjá strákunum

Willum Þór Willumsson fagnar marki sínu ásamt Sveini Aroni Guðjohnsen.
Willum Þór Willumsson fagnar marki sínu ásamt Sveini Aroni Guðjohnsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu byrjar undankeppni Evrópumótsins með glæsibrag en Íslendingar unnu öruggan sigur gegn Armenunum í Víkinni í kvöld 6:1 og tylltu sér í efsta sæti riðilsins en Ísland vann 3:0-sigur á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið.

Það tók íslenska liðið hálftíma að brjóta ísinn í veðurblíðunni í Víkinni í gær. Willum Þór Willumsson skoraði þá með skalla eftir laglegan undirbúning frá Mikael Anderson. Markið gaf íslensku strákunum byr undir báða vængi því tíu mínútum síðar var staðan orðin 3:0. Ísak Óli Ólafsson skoraði gott skallamark á 34. mínútu og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson bætti þriðja markinu við sex mínútum síðar með hnitmiðuðu skoti úr teignum.

Það var smá værukærð yfir íslenska liðinu í byrjun seinni hálfleiks og Armenar gengu á lagið og minnkuðu muninn á 60. mínútu en markið verður að skrifast á Patrik markvörð.

Armenar misstu mann af velli á 71. mínútu og í kjölfarið gerði Arnar Þór Viðarsson tvöfalda skiptingu. Jónatan Ingi Jónsson og Brynjólfur Darri Willumsson komu inn á og þeir komu mjög öflugir inn og íslenska liðið færði sér liðsmuninn í nyt og bætti við þremur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum sem Jónatan Ingi, Ari Leifsson og Brynjólfur skoruðu.

Ísland og Írland eru með sex stig á toppnum en Íslendingar eru í efsta sætinu á betri markatölu. Ítalir og Svíar hefja keppni í riðlinum á morgun.

Ísland U21 6:1 Armenía U21 opna loka
90. mín. Brynjólfur Darri Willumsson (Ísland U21) á skalla sem er varinn +1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert